• L116_1

Rauðakrossbúðin á Laugarvegi 116 opnuð á ný eftir breytingar

20. febrúar 2016

Rauðakrossbúðin að Laugavegi 116 er opin á ný eftir miklar breytingar. Það er ekki annað hægt að segja en að verslunin sé stór glæsileg og viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum og iðnaðarmönnum sem gerðu þetta allt að veruleika. 

 Einnig viljum við þakka Hvíta húsinu en auglýsingastofan sá um hönnun á nýja heildarútlitinu fyrir Rauðakrossbúðirnar. Aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu verða síðan teknar í gegn og smám saman fá þær allar nýtt og flott útlit!

 Hvetjum við alla til að fara og líta við í nýju fínu búðinni, aldrei að vita nema þið gerið góð kaup í leiðinni.

 Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru opnar sem hér segir:

Laugavegur 12
Laugavegur 116
Verslunarmiðstöðin Mjódd
Opið mánudaga til föstudaga klukkan 10-18, laugardaga klukkan 12-16.
Á Laugavegi 12 er einnig opið á sunnudögum klukkan 12-16.

Strandgata 24, Hafnarfirði
Opið mánudaga til föstudaga klukkan 12-18, lokað laugardaga