Rauði krossinn á Framadögum

9. febrúar 2018

Rauði krossinn í Kópavogi tók að sér að kynna sjálfboðastörf Rauða krossins á Framadögum háskólanna fimmtudaginn 8. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Starfsfólk deildarinnar ræddi við fjölmarga sem sýndu sjálfboðastörfum áhuga. Sjálfboðastarf veitir innsýn og reynslu sem fólk á erfitt með að sækja annars staðar og gefur vissulega forskot á aðra í atvinnuleit eða umsóknum um framhaldsnám. Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna ótrúlega fjölbreytt störf með fólki í öllum kimum samfélagsins og fá þekkingu og reynslu sem nýtist víða í lífinu. Nemendur sýndu starfinu mikinn áhuga og töluverður fjöldi sótti strax  um á vef Rauða krossins. Það verður ánægjulegt að fá fleira ungt fólk í starfið innanlands.