Rauði krossinn á Framadögum

23. janúar 2019

Rauði krossinn hlakkar mikið til að að kynna sjálfboðaliðastörf félagsins á Framadögum háskólanna á morgun, fimmtudaginn 24. janúar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna ótrúlega fjölbreytt störf með fólki í öllum kimum samfélagsins og fá þekkingu og reynslu sem nýtist víða í lífinu. Ef nemendur hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum hafa þeir tækifæri til að skrá sig á staðnum. Einnig verður boðið upp á happdrætti en í vinning er 4 klst skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins.