• Untitled

Rauði krossinn á My baby sýningu

26. ágúst 2016

10.-11. september verður haldin fagsýning í Hörpu undir nafninu My baby. Sýningin er ætluð verðandi og nýbökuðum foreldrum. Þar verður hægt að finna allt það helsta sem boðið er upp á í vöru og þjónustu fyrir foreldra. Einnig verða fræðandi fyrirlestrar alla helgina.

Rauði krossinn í Kópavogi verður á staðnum að kynna fjölbreytt skyndihjálparnámskeið. Þá verður lögð áhersla á námskeiðin Slys og veikindi barna og Börn og umhverfi, en á báðum námskeiðum er fólk frætt um skyndihjálp ungabarna. Starfsfólk og sjálfboðaliðar verða á staðnum með dúkkur þar sem hægt verður að fá að prófa að hnoða, fræðast um skyndihjálp og starf Rauða krossins almennt. Við hvetjum alla til að líta við og fræðast um mikilvægi skyndihjálpar!