• Samningur---Silja-og-Solveig-

Rauði krossinn í Kópavogi og Mímir taka höndum saman

31. mars 2017

Það er vor í lofti og mikill spenningur fyrir komandi tímum þar sem Æfingin skapar meistarann mun hefja göngu sína laugardaginn þann 1. apríl. Rauði krossinn í Kópavogi og Mímir-Símenntun taka höndum saman í skemmtilegu og nauðsynlegu verkefni. Sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Í hverjum tíma er tekið fyrir umræðuefni sem talið er hafa hagnýtt gildi í okkar daglega lífi. Dæmi um slíkt eru fjármál, verslun, samgöngur, matur, húsnæðis- og heilbrigðismál o.fl. Samverustundir fara fram í húsnæði Mímis kl. 10-12 á Höfðabakka 9 í Reykjavík frá og með 1. apríl - 27. maí og byrja aftur á ný í haust.

Allir sem vilja þjálfa sig í íslensku eru velkomnir en taka þarf fram að nauðsynlegt er að hafa einhverja kunnáttu í íslensku. Þátttaka er frí og ekki er þörf á skráningu.

Frekari upplýsingar um Æfingin skapar meistarann má finna hér .

Það má finna Æfingin skapar meistarann / Practice makes perfect á Facebook.

Hafa má einnig samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4063 eða senda póst á netfangið kopavogur@redcross.is