• RKK-hus

Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir verkefnastjóra í fullt starf sem fyrst

22. mars 2019

Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir verkefnastjóra í fullt starf sem fyrst.

Starfið felst í stjórn verkefnisins Félagsvinir eftir afplánun ásamt því sem viðkomandi hefur m.a. umsjón með kynningarmálum og námskeiðum á vegum deildarinnar.

Félagsvinir eftir afplánun felst í starfi með sjálfboðaliðum og þátttakendum sem hafa nýverið lokið afplánun refsivistar. Verkefnið er á sínu fyrsta ári í framkvæmd og gefst viðkomandi því tækifæri á að móta það og þróa í samstarfi við ráðgefandi verkefnastjórn og þátttakendur sjálfa. Vinnutími er almennt á skrifstofutíma en töluverður sveigjanleiki er í starfinu sem gengur í báðar áttir.

Rauði krossinn í Kópavogi er þriðja stærsta deild félagsins á Íslandi með um 300 sjálfboðaliða og áherslur á nýsköpun og verkefni sem miða að því að draga úr og koma í veg fyrir félagslega einangrun.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun eða víðtæk reynsla sem tengist verkefninu.
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði.
  • Hreint sakavottorð skilyrði.
  • Gott vald á íslensku og ensku er mikilvægt
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og útsjónasemi,
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Reynsla af starfi með sjálfboðaliðum og þekking á Rauða krossinum er kostur.

Umsóknafrestur er til og með 12. apríl 2019. Umsókn ásamt kynningarbréfi sendist á adalheidur@redcross.is . Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður í sama netfangi.