• RK-kop-merki-hjarta

Safnaði heimilisklinkinu og bætti svo um betur

21. október 2019

Edith Kristín Kristjánsdóttir, 11 ára, færði Rauða krossinum tæpar 18 þúsund krónur þann 17. október. Hún hafði safnað öllu klinki „sem enginn nennti að hafa í vasanum og burðast með“ á heimilinu bætti svo enn meiru við úr sínum eigin sparibauk. Hún nýtti vetrarfríið í skólanum til að mæta í Kópavogsdeild Rauða krossins í Hamraborg 11 og afhenda afraksturinn.

 Rauði krossinn þakkar Edith kærlega fyrir höfðinglegt framlag.

Allir fjármunir sem börn safna og gefa Rauða krossinum eru nýttir til að hjálpa börnum í neyð víða um heim.