• IMG_1793

Sjálfboðaliðagleði Rauða krossins í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ

9. desember 2016

Síðastliðinn mánudag héldu Rauði krossinn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ eina stóra sameiginlega sjálfboðaliðagleði í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans, 5. desember.

Gleðin tókst heldur betur vel og var fullt út úr dyrum en um 100 manns mættu á staðinn. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í boði fyrir sjálfboðaliðana. Sveinn Waage byrjaði kvöldið á léttu nótunum með góðu gríni. 

IMG_0315

Því næst gæddu gestir sér á glæsilegum veitingum sem var að sjálfsögðu skolað niður með jólaöli. Þá var komið að aðalatriði kvöldsins, viðurkenningum sjálfboðaliða. Að þessu sinni fengu fimm sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir gott og óeigingjarnt starf. Hjá Hafnarfjarðar og Garðabæjardeild voru það þær Hildur Þorsteinsdóttir og Díana Sjöfn Garðarsdóttir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. 

IMG_1779IMG_1781

Hjá Kópavogsdeild fengu þrír sjálfboðaliðar viðurkenningu en það voru þau Sigurður E. Kristjánsson, Hinrik Ásgeirsson og Helga Sigurðardóttir. Helga var erlendis og náðist því ekki mynd af henni að taka við viðurkenningu. Öll eiga þessir sjálfboðaliðar það sameiginlegt að gefa mikið af sínum tíma til Rauða krossins og leggja sig mikið fram við að gera starf samtakanna mögulegt.

IMG_0343IMG_0346

Eftir að viðurkenningar voru afhentar tók Vigdís Grímsdóttir við þar sem hún las upp úr bók sinni "Elsku Drauma mín - Minningabók Sigríðar Halldórsdóttur". Margrét Eir söngkona lauk síðan kvöldinu með nokkrum vel völdum jólalögum sem slógu í gegn, enda Margrét með einstaka rödd.

IMG_1796IMG_0361

Í heildina var kvöldið einstaklega skemmtilegt og ánægjulegt að sjá svo marga hressa sjálfboðaliða saman komna. Viljum við nýta tækifærið til að þakka ykkur öllum fyrir komuna og síðast en ekki síst fyrir allt ykkar starf!