• L116

Sjálfboðaliðar á Suðurnesjunum heimsækja Laugaveg 116

24. júní 2016

Í síðustu viku fékk Rauði krossinn í Kópavogi skemmtilega heimsókn frá sjálfboðaliðum sem starfa í fataverkefninu á Suðurnesjum. Sjálfboðaliðarnir mættu í borgina til að skoða nýuppgerða fatabúð á Laugavegi 116. Líkt og margir hafa tekið eftir eru fatabúðir Rauða krossins að taka upp nýtt og flott útlit sem sjálfboðaliðarnir vildu endilega fá að sjá og fræðast meira um undirbúningsvinnuna sem þessu fylgir.

Sandra, rekstrarstjóri fatabúða á höfuðborgarsvæðinu, tók á móti fólkinu og sýndi þeim búðina. Boðið var upp á kaffi og súkkulaði á meðan fólkið fræddist um allt milli himins og jarðar tengt fatabúðunum. Þetta var því ákaflega skemmtileg og fræðandi heimsókn og viljum við þakka frábærum sjálfboðaliðum fyrir komuna.