• IMG_0072

Sjálfboðaliðar í sólskinsskapi í Kópavogi

3. júní 2016

IMG_0066Í gær var haldin vorgleði sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi. Að þessu sinni var boðið í grillveislu í garðinum við Dvöl. Það mátti sjá mörg bros þetta kvöld en um 70 manns mættu í gleðina. Veðurguðirnir dekruðu við okkur og skein sólin allan tímann. Kokkurinn stóð sig með prýði og grillaði hamborgara ofan í allan mannskapinn. Það var því ekki annað hægt en að njóta þess að sitja í sólinni á meðan ilmurinn frá grillinu barst yfir garðinn. 

IMG_0087

Þegar leið á kvöldið mætti Svavar Knútur á svæðið með gítarinn og lék nokkur skemmtileg lög við góðar undirtektir. Það var því líf og fjör á staðnum fram eftir kvöldi og fóru allir saddir og sælir heim. 


IMG_0064
Viljum við þakka öllum yndislegu sjálfboðaliðunum fyrir æðislegt kvöld! Það er alltaf jafn gaman þegar að þessi ótrúlega flotti hópur kemur saman. Án ykkar væri starf Rauða krossins ómögulegt.

Hér má finna fleiri myndir frá kvöldinu.