Skátavinkonur safna fyrir Rauða krossinn
Skátavinkonurnar Naima Emilía Emilsdóttir, Áslaug Rún Davíðsdóttir, Kristín Mjöll Jóhansdóttir, Krista Ýr Siggeirsdóttir og Guðrún Erla Björnsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þær seldu ýmiskonar dót við Bónus á Smáratorgi. Þær kíktu kátar við í heimsókn í Rauða krossinn í Kópavogi og afhentu gjöfina. Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum.
Rauði krossinn í Kópavogi þakkar fyrir framlagið til styrktar félagsins.