Skiptifatamarkaður í Mosfellsbæ

28. ágúst 2018

Rauði krossinn Mosfellsbæ kynnir til leiks öflugri og betrumbættan skiptimarkað með barnaföt í Þverholti 7. Komdu með hreinar og heilar flíkur sem nýtast þinni fjölskyldu ekki lengur og skiptu fyrir föt í réttum stærðum! 

Mikið úrval vetrarfatnaðar og (leik)skólafatnaðar frá stærðum 50-152 - allt sem er heilt og hreint má koma með til okkar og skipta fyrir fatnað sem passar. 

Þetta er ekki einungis hagkvæmt heldur einnig frábær leið til að leggja sitt af mörkum fyrir umhverfið. 

Sjáumst 1. september kl. 11 í húsi Rauða krossins Mosfellsbæ. 

-----

The Red Cross in Mosfellsbær is hosting a Swap Market for children‘s clothing in Þverholt, Mosfellsbær. Get new clothes for your kids and bring clothes that your family has no use for anymore. We will happily take anything whole and clean.

The next market will be held Saturday September 1st from 11:00-14:00 in Þverholt 7, Mosfellsbær. See you there!