• Storhundadagar1

Stórhundadagar í Garðheimum

Hundavinir Rauða krossins á staðnum

9. október 2018

Síðastliðna helgi voru haldnir Stórhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín. Hundavinirnir eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum um land allt. Þeir eru að heimsækja á mörgum einkaheimilum, stofnunum og á nánast öllum dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig heimsækja þeir mörg dvalarheimili úti á landi. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til fólks og oft mun betur en fólk. Rauði krossinn er nú að leita að fleiri sjálfboðaliðum fyrir þetta verkefni. 

Ef þú hefur áhuga á að gerast heimsóknarvinur með hund vinsamlegast hafðu samband í síma 570-4060/570-4061 eða á kopavogur@redcross.is.


Asta-og-skotta2