• Image00027

Stórskemmtileg sjálfboðaliðagleði

7. desember 2017

Image00029Síðastliðinn þriðjudag, 5. desember, hélt Rauði krossinn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ sameiginlega sjálfboðaliðagleði í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans. Kvöldið tókst ótrúlega vel og með starfsfólki komu um 140 manns á gleðina. Líkt og síðastliðin ár voru veglegar veitingar í boði og fjölbreytt skemmtiatriði út kvöldið. Grillhúsið sá um að elda ofan í mannskapinn og mættu Otto Tynes, Yrsa Sigurðardóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir til að skemmta hópnum. Það ekki annað að heyra á fólkinu enImage00013 að það hefði skemmt sér konunglega enda sjaldan sem svo margir sjálfboðaliðar koma saman.


Veittar voru viðurkenningar til sjálfboðaliða sem hafa á einn eða annan hátt staðið upp úr í sínu sjálfboðaliðastarfi. Hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðarbæ fengu heimsóknarvinirnir Guðrún Emilsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og María Björnsdóttir viðurkenningu. Einnig fengu Guðrún Bjarnadóttir og Mohammed Salam Al-Taie viðurkenningar fyrir störf þeirra í félagsstarfi fyrir hælisleitendur.
IMG_1362Hjá Rauða krossinum í Kópavogi fékk Hörður Bragason viðurkenningu fyrir starf sitt í neyðarvörnum, Saida El-Bouazzati fyrir starf sitt í fataverslunum sem og Image00025heimsóknarvinurinn Guðbjörg Sveinsdóttir. Rauði krossinn óskar þeim til hamingju með viðurkenningarnar og þakkar þeim á sama tíma fyrir alla þeirra ómetanlegu vinnu í þágu félagsins.


Hér má sjá fleiri myndir frá kvöldinu.