• Image002

Tónagull heimsækir Alþjóðlega foreldra

2. júní 2016

IMG_0042Í dag fengu Alþjóðlegir foreldrar heimsókn frá Tónagulli. Það var að vonum líf og fjör ástaðnum.Börn og foreldrar skemmtu sér konunglega og greinilegt að tónlistin nær til allra.  

IMG_0015Alþjóðlegir foreldrar hittast vikulega og fá reglulega kynningar tengdar barnauppeldi, samfélagi og menningu. Rauði krossinn reynir að koma til móts við óskir foreldra en oft er beðið um Tónagull. Foreldrar hafa einnig fengið heimsóknir frá t.d. svefnráðgjafa og Kramhúsinu, þeir hafa fengið kynningu á skyndihjálp og síðan hefur hópurinn haldið alþjóðleg pálínuboð og hrekkjavöku partý. Það er því nóg um að vera og eru allir foreldrar velkomnir með börn á aldrinum 0-6 ára.