• IMG_1339

Umhyggjusemi frá Hólmavík til Kópavogs til Hvíta Rússlands

4. apríl 2017

Nú á dögunum færði hópur dugnaðarforka Rauða krossinum í Kópavogi pakka fulla af handprjónuðum fatnaði fyrir ungabörn. Það jafnast ekkert á við óvæntan glaðning og hvað þá þegar þeir koma alla leið frá Hólmavík! Í vetur hafa þær verið að búa til flíkurnar í félagsstarfi aldraða á Hólmavik. Umhyggjusemi og gjafmildi skín í gegn í góðverki þessara kvenna. Fatnaðurinn er útbúinn í ungbarnapakka sem hluti af verkefninu Föt sem framlag og fer til Hvíta Rússlands á vormánuðum ásamt þeim pökkum sem útbúnir eru í Kópavogsdeild. 

Nánar um verkefnið Föt sem framlag má finna hér

Rauði krossinn í Kópavogi þakkar kærlega fyrir framlagið og skilar kærri kveðju til Hólmavíkur.