• _SOS8329-Edit

Uppistand á aðalfundi í Kópavogi

16. mars 2016

Á mánudaginn var haldinn aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi. Venjuleg aðalfundarstörf eru aldrei venjuleg í Kópavogsdeild, heldur stórskemmtileg! Formaðurinn og gjaldkeri gerðu ársreikning og fjárhagsáætlun að bestu skemmtun og óhætt að segja að fundarmenn hafi fylgst vel með því sem gerist í deildinni. Deildin var, og er, í fullum blóma á síðasta ári og heldur ótrauð áfram. Meðbyrinn í bænum og samfélaginu öllu er einstakur og sjálfboðaliðar og starfsmenn finna vel fyrir samstarfsviljanum.

Á aðalfundi deildarinnar að þessu sinni var fjallað um fordóma og mikilvægi þess að Rauði krossinn standi sterkur á móti meiðandi fordómum. Það á við um sjálfboðaliða, félaga og starfsmenn jafnt og ber öllum að vinna að bættara samfélagi. Það er ekki bara í nokkrar klukkustundir á viku sem við erum Rauða kross fólk, við erum það alla daga og gefum ekkert eftir í baráttunni gegn fordómum í samfélaginu.

Kosið var til formanns, tveggja meðstjórnenda og varamanna í stjórn. David Lynch var endurkjörinn formaður, Ívar Kristinsson og Helga Jörgensen í aðalstjórn og Gaukur Steinn Guðmundsson og Daniela De Furia sem varamenn.

IMG_0874_480IMG_0879_480IMG_0883_480IMG_0885_480