• Raudu-krossinn

Verkefnastjóri óskast tímabundið

Viltu vinna fjölbreytt starf í Kópavogi?

16. maí 2018

Rauði krossinn í Kópavogi auglýsir tímabundna afleysingastöðu verkefnastjóra frá 8. ágúst 2018 til 1.júní 2019.

Rauði krossinn í Kópavogi vinnur eftir grundvallarhugsjónum Rauða kross hreyfingarinnar og eftir stefnu Rauða krossins á Íslandi. Deildin sinnir félagslegum verkefnum í nærsamfélaginu og vinnur gegn félagslegri einangrun með margvíslegum verkefnum. Deildinni stýrir stjórn sjálfboðaliða.

Starf og ábyrgð

·         Vinnur að útbreiðslu hugsjóna Rauða krossins

·         Heldur úti öflugu námskeiðahaldi í Kópavogsdeild

·         Vinnur með grunnskólum í Kópavogi að mannúðarfræðslu í 10. bekk

·         Heldur utan um verkefnið Föt sem framlag

·         Sinnir fjáröflun á vegum deildarinnar

·         Skipuleggur viðburði fyrir sjálfboðaliða

·         Vinnur að verkefni fyrir fólk eftir afplánun fangelsisvistar

·         Önnur verkefni sem stjórn felur viðkomandi

 

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Góð almenn menntun, helst háskólapróf, sem nýtist í starfi

·         Þekking á margvíslegum félagslegum aðstæðum

·         Þekking á starfi Rauða krossins er nauðsynleg

·         Reynsla af vinnu með sjálfboðaliðum er kostur

·         Reynsla af vinnu með ungu fólki er kostur

·         Framúrskarandi hæfileikar í teymisvinnu, skipulagi og samskiptum mikilvægir


Áhugasöm vinsamlega hafið samband við Silju Ingólfsdóttur (silja @ redcross.is). Umsóknarbréf ásamt ferilskrá skulu berast Silju fyrir 26. maí 2018.