• Iug8b6dj_1540910065205

Viltu taka þátt í skemmtilegu sjálfboðnu Rauða kross starfi?

30. október 2018

Æfingin skapar meistarann er íslenskuþjálfun fyrir alla sem vilja þjálfa sig í íslensku, auka orðaforða og kynnast fólki í leiðinni. Sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast alla laugardaga kl. 10-12 í húsnæði Mímis, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Heilahristingur er heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanema frá 4.–10. bekk. Heimanámsaðstoðin er á aðalsafni alla þriðjudaga kl. 14:30-16:30 og á Lindasafni alla miðvikudaga kl. 14:30-16:30.

Ath: Góð íslenskukunnátta og samskiptafærni er nauðsynleg og kennslumenntun er æskileg.

Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði getur þú haft samband í síma 570-4063 eða með tölvupósti á netfangið kopavogur@redcross.is