• Sunnuhlid_051

Viltu taka þátt í vinaverkefni?

7. nóvember 2018

Vinaverkefni Rauða krossins hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun. Sjálfboðaliðar um allt land sinna verkefninu og helsta hlutverk þeirra er að veita félagsskap og hlýju.

 Það eru þrjár tegundir af vinaverkefnum sem skiptast í eftirfarandi flokka:  

  • Heimsóknavinir heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur til dæmis verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis.   

  • Heimsóknavinir með hund sinna sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundarnir mæta með í heimsóknirnar. Verkefnið hefur notið mikilla vinsælda og eru hundavinir til dæmis að heimsækja á nánast öllum dvalarheimilum á landinu. Rannsóknir hafa sýnt að hundarnir geta náð betur til einstaklinga en mannfólkið. 

  • Símavinir eru sjálfboðaliðar sem hringja til þeirra sem þess óska. Um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á sama tíma dags, allt eftir samkomulagi milli þátttakenda og símavins. Þar sem að sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið. 

Ef þú hefur áhuga á gerast sjálfboðaliði í vinaverkefnum Rauða krossins þá er hægt að skrá sig hér og ef óskað er eftir vin þá er hægt að setja inn umsókn hér.  

Það er einnig hægt að fá frekari upplýsingar á kopavogur@redcross.is eða hringja í síma 570-4063/570-4061.