• 48415892_567272427068842_5137127146279403520_n

Vinir perla til styrktar Rauða krossinum

18. desember 2018

Drengirnir Thorvald Benedikt Sörensen, Engilbert Viðar Eyþórsson, Emil Máni Lúðvíksson, Arnar Freyr Orrason, Ármann Páll Fjalarsson og Kristian Þór Jónasson tóku upp á skemmtilegu vinaverkefni saman. Þeir perluðu fallega muni og seldu til styrktar Rauða krossinum.  Vinirnir gengu á milli húsa í Kópavogi í Lindahverfinu. Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum. Rauði krossinn í Kópavogi þakkar þeim kærlega fyrir frumlegt og skemmtilegt verkefni til styrktar félagsins.