• Loa-og-vinkonur-2-Tombola-2020

Vinkonu-bakstur til styrktar Rauða krossinum

5. maí 2020

Vinkonurnar Lóa, Silja og Þeódís bökuðu dýrindis möffinskökur og seldu í hverfinu sínu og söfnuðu samtals 2400 krónur. Þær mættu kátar í Kópavogsdeild og færðu Rauða krossinum ágóðann.

Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum.

Rauði krossinn í Kópavogi þakkar kærlega fyrir skemmtilegt framlag til styrktar félagsins.