Rauði krossinn í Mosfellsbæ
Verkefnin okkar eru fjölbreytt og gefandi
Barnafataskiptimarkaður frá 0-16 ára / Clothing swap market for 0-16 years old
- Föt sem framlag / Knitting for society
- Heimsóknavinir / Visiting friends
- Námsaðstoð / Study assistance
- Innflytjendaverkefni / Programmes for immigrants
- Námskeiðahald, eins og almenn skyndihjálp, sálrænn stuðningur og börn og umhverfi / First aid and PSS
Neyðaraðstoð / Disaster and relief services
- Að auki taka sjálfboðaliðar deildarinnar þátt í sameiginlegum verkefnum á svæðisvísu, eins og sameiginlegum neyðarvörnum höfuðborgarsvæðisins, Hjálparsímanum 1717 og Fatasöfnun í Skútuvogi.
Viltu skipta?
Skiptimarkaður með barnaföt er opinn alla miðvikudaga frá klukkan 16-18 að Þverholti 7, Mosfellsbæ.
Að auki tekur Föt sem framlag hópur deildarinnar vel á móti þeim sem koma á milli kl. 13 og 16 á miðvikudögum og markaðurinn er einnig opinn þegar verkefnastýra er í húsinu.
Á skiptimarkaðinn er komið með föt sem börnin eru vaxin upp úr eða hætt að nota, og önnur fengin í staðinn.
Hvetjum foreldra til að koma með heilleg föt, útiföt og skó sem börnin ykkar eru vaxin upp úr og skipta yfir í aðrar stærðir eða öðruvísi föt og skó!
Ókeypis fyrir alla - láttu sjá þig hvort sem þú ert að gefa eða skipta!
Föt sem framlag
Ertu með eitthvað á prjónunum? Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mosfellsbæ prjóna, hekla og sauma föt fyrir nærsamfélagið.
Hist er í húsi Rauða krossins í Mosfellsbæ að Þverholti 7, á miðvikudögum kl. 13-16 þó sumir kjósa að prjóna eða sauma heima fyrir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt.
Fötin fara þar sem þörfin er mest í nærsamfélaginu. Alltaf er þörf á prjónuðum flíkum fyrir Rauða kross búðirnar eða markaði deildarinnar eins og sokkum, vettlingum, treflum, húfum og peysum og geta sjálfboðaliðar einnig tekið þátt í því.
Óskum eftir öllu afgangsgarni og prjónum sem fólk er tilbúið að gefa í þetta verkefni. Enginn garnspotti er svo lítill að ekki sé hægt að nýta hann!
Prjónar og garn eru á staðnum, en einnig er velkomið að taka með sér eigið prjónadót. Rjúkandi kaffi á könnunni og bakkelsi úr Mosfellsbakarí. Hlökkum til að sjá þig!
Námsaðstoð
Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 1-10. bekk á þriðjudögum klukkan 14:00-15:30 í Varmárskóla og Lágafellsskóla. Í Klébergsskóla fer aðstoðin fram á mánudögum frá klukkan 14:30-15:30.
Öll börn eru velkomin en við viljum ekki síst benda foreldrum og kennurum barna með námsörðugleika og barna sem hafa íslensku sem annað tungumál að hér er upplagt tækifæri til þess að læra heima og fá aðstoð eftir þörfum.
Heimsóknavinir
Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið t.d. spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og fleira.
Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja.
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt gerast heimsóknavinur eða vilt fá heimsókn!
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Starf Rauða krossins er borið uppi af sjálfboðaliðum. Við erum alltaf að leita að fleiri sjálfboðaliðum í öll okkar verkefni þessa stundina. Hefurðu lausa klukkustund á viku eða hálfsmánaðarlega? Hægt er að sækja um hér. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt!
Skrifstofa Rauða krossins í Mosfellsbæ
Þverholt 7, 270 Mosfellsbær
Opin frá 13-18 á miðvikudögum.
Sími: 570 4000 / 898 6065
Kennitala 551082-0329
Reikningsnúmer 0315-26-009390
Netfang: moso@redcross.is