• Peysur-og-ledurjakki

Áframhald á skottmarkaði

7. september 2016

Rauði krossinn í Mosfellsbæ fékk góðar viðtökur á skottmarkaðnum sem haldinn var á bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ 27. september. Það sem var ekki síður mikilvægt var að fá tækifæri til að hitta fólkið í bænum og kynna verkefnin en það er ýmislegt framundan. Það gefur meðbyr fyrir veturinn að finna fyrir jákvæðni í garð deildarinnar.

Enn er hægt að gera góð kaup á fötum, skóm og fylgihlutum og verður hann opinn næstu tvær vikur þegar starfsemi er í húsinu eða starfsmaður á staðnum. Best er að hafa samband í síma 898 6065 eða senda línu á hulda@redcross.is til þess að ganga úr skugga um að það sé opið.
Mánudaginn 12. september verður opið frá 16:15-18:15. Hægt er að skoða myndir og verð á facebooksíðu Rauða krossins í Mosfellsbæ.