• Asbjorg,-David-Snaer-og-Kjartan

Djass og bakkelsi í Túninu heima

20. september 2016

Það er orðinn fastur liður hjá mörgum að kíkja á tónleika í heimahúsi á bæjarhátíðinni í Túninu heima. Yfir fimmtíu gestir lögðu leið sína í Súluhöfða og hlýddu á  Ásbjörgu Jónsdóttur söngkonu og píanóleikara spila ljúfan djass ásamt félögum sínum Davíð Snæ Sveinssyni bassaleikara og Kartani Kjartanssyni trommuleikara . Boðið var upp á kaffi frá Te & Kaffi og heimabakað bakkelsi og rann ágóði sölunnar, yfir 30.000 krónur óskiptur til starfs Rauða krossins í Mosfellsbæ.