Enskukennsla fyrir hælisleitendur

5. október 2017

Í dag hófst enskukennsla fyrir hælisleitendur í Rauðakrosshúsinu í Mosfellsbæ. Um er að ræða byrjendanámskeið. Það voru 26 manns sem mættu í fyrsta tímann. Markmið námskeiðsins er að kenna hælisleitendum ensku en ekki síður að allir komi brosandi út úr tíma. Það tókst með miklum ágætum í dag og mátti oft heyra hlátrasköll glymja um stofuna. Mikill áhugi er meðal hælisleitenda að læra ensku og hefur myndast langur biðlisti fólks sem langar að komast á námskeið. 
Við leitum því að fleiri sjálfboðaliðum sem gætu hugsað sér að kenna ensku eða aðstoða við kennsluna.