• Rauda-kross-mynd

Fjöldahjálparstöð opnuð vegna rútuslyss síðastliðinn þriðjudag

27 manns komu til aðhlynningar í húsi Rauða krossins í Mosfellsbæ

28. október 2016

Síðastliðinn þriðjudag var opnuð fjöldahjálparstöð í Rauðakrosshúsinu í Mosfellsbæ. Rútuslys varð á Þingvallavegi með 42 innanborðs, 27 þeirra komu til aðhlynningar í húsi Rauða krossins í Mosfellsbæ. Læknar frá heilsugæslu Mosfellsumdæmis skoðaði fólkið. Lögregla og hjálparsveitarfólk ásamt starfsmönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins hlúði að fólkinu.

Það var aðdáunarvert að sjá hversu vel allir unnu saman til þess að aðstoða og megum við vera stolt af sjálfboðaliðunum okkar sem unnu fumlaust. Meðal annars voru þrjár konur úr prjónahópnum Föt sem framlag sem höfðu upphaflega mætt á opið hús til þess að horfa á myndasýningu og gæða sér á kjúklingasúpu. Þær stóðu vaktina ásamt hinum, færðu fólkinu te, kaffi, brauð og súpu af miklum myndarskap.  Fjöldahjálparstöð í Rauðakrosshúsinu í Mosfellsbæ