• Pokkun

Föt sem framlag prjónahópurinn sló metið sitt frá 2015

402 pakkar fóru til Hvíta Rússlands

2. desember 2017

Síðasta þriðjudag var enn og aftur pakkað í ungbarna- og stærri fatapoka hjá Föt sem framlag prjónahópnum í Mosfellsbæ. Fjöldi pakka í ár er kominn í 402 en gamla metið er frá því 2015 þegar 392 pakkar fóru frá okkur. Hér í Þverholtinu nýtist hver garnspotti og breytist í litríka sokka eða flotta peysu, húfu eða teppi. Á miðvikudögum klukkan 13-16 er alltaf líf og fjör þegar hópurinn hittist og alltaf heitt á könnunni og með því.