• 13879178_10202372189303955_2767617456068737120_n

Hefur þú tíma aflögu?

Vetrarstarfið í Mosfellsbæ að fara í gang

21. ágúst 2017

Sumarið fer að líða undir lok og verkefnin í Þverholtinu fara að rjúka í gang aftur. Að vísu voru heimsóknavinir og gönguvinir starfandi allt sumarið en nú er komið að þvi að byrja aftur með heimanámsaðstoð, félagsstarf hælisleitenda, föt sem framlag og skiptifatamarkaðinn.
Við getum bætt við okkur sjálfboðaliðum í öll verkefni. Ef þú átt klukkustund aflögu á viku eða jafnvel hálfsmánaðarlega eða hefur (tímabundið) meiri tíma þá heyrum við gjarnan í þér. Það eru spennandi og fjölbreytt verkefni í boði og frábær félagsskapur. 
Nánari upplýsingar: hulda@redcross.is eða í síma: 898 6065