• 21765428_10156067523419415_4047686131168199166_o

Heimanámsaðstoðin fer vel af stað

21. september 2017

Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka vel á móti öllum krökkum í 1-10 bekk og aðstoða við lestur, íslensku, stærðfræði eða hvaða námsgrein sem er. Aðstoðin fer fram á bókasafni Mosfellsbæjar á þriðjudögum frá 14-16. Það eru fjórir öflugir sjálfboðaliðar sem sjá um kennsluna í ár. Þar af eru þrír kennarar með áratuga reynslu. Krakkarnir koma ekki að tómum kofanum hjá þessum reynsluboltum. 
Nánari upplýsingar: hulda@redcross.is eða í síma 898 6065.

Signy-og-Stefan-des-2016