• 24291673_10156261426044415_1024278021409675035_o

Líflegur skiptimarkaður á laugardegi

2. desember 2017

Það var lífleg stemningin á fataskiptimarkaðnum í Þverholtinu í dag. Margir notuðu tækifærið og skiptu fötunum sem börnin eru vaxin upp úr og nældu sér í jólaföt í réttri stærð. Stefnt er að því að hafa reglulega laugardagsopnun á markaðnum á næsta ári en markaðurinn er opinn alla mánudaga og miðvikudaga klukkan 13-16. Einnig er markaðurinn oft opinn á öðrum tímum þegar önnur starfsemi er í húsinu.