• Rennur-ljuflega-nidur-Opid-hus-31.-jan-2017

Mexíkósk stemning á opnu húsi næstu vikur

2. febrúar 2017

Síðasta þriðjudag, 31. janúar kom Jeannie Losaw til okkar á opið hús og töfraði fram mexíkóska réttinn Chalupas Compuestas. Honum skoluðum við niður með mexíkósku heitu súkkulaði. Hún ætlar að koma aftur næsta þriðjudag 7. febrúar frá 11-13 og kenna okkur meira um mexíkóska matargerð.
Allir velkomnir.