• Ahorfendur-i-rodum

Opið hús - dagskrá

28. október 2016

Dagskráin á opnu húsi verður fjölbreytt og hressandi fram að jólum. Enn á eftir að staðfesta nokkra viðburði og það er mögulegt að eitthvað breytist en eins og er lítur þetta svona út:
1. nóvember Bingó. Margrét Sigurmonsdóttir bingóstjóri.
8. nóvember Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri Gljúfrasteins spjallar um Halldór, Auði og Gljúfrastein.
15. nóvember
Sesselja Guðmundsdóttir sýnir íslenskar landslagsmyndir.
22. nóvember Laura Broekhuysen sem er hollenskur rithöfundur spjallar um upplifun sína á Íslandi. Hún skrifaði bók um fyrsta árið sitt á Íslandi sem nýverið kom út í Hollandi og les þýddan kafla úr bókinni. Súpa og brauð í hádeginu.
29. nóvember
Jón Brynjar Birgisson sviðsstjóri neyðarvarnasviðs Rauða krossins ræðir um neyðarvarnir og Kötlugos.
6. desember jólakonfektgerð (óstaðfest)