Opið hús þann 25. ágúst

16. ágúst 2018

Á bæjarhátíðinni ,Í túninu heima' verður Rauði krossinn Mosfellsbæ með opið hús frá 13-16. Boðið verður upp á veitingar að Úgönskum hætti, fataskiptimarkaðurinn verður á sínum stað, tónlist, spjall og almenn gleði. Deildin er til húsa að Þverholti 7, Mosfellsbæ. Gestir verða ekki sviknir enda um nóg að vera í bæjarfélaginu þá helgi. 

Sjáumst þar.