• 21077724_1513893855334936_5422700078103852746_n

Rauði krossinn á skottmarkaðnum í Túninu heima

30. ágúst 2017

Sjálfboðaliðar Rauða krossins létu ekki rigningu og rok aftra sér frá því að vera með á skottmarkaðnum á laugardaginn var. Þeir sem létu ekki veðrið stoppa sig gátu fengið flott föt á spottprís og fræðst um starf vetrarins hjá Rauða krossinum í leiðinni.
Bestu þakkir fyrir komuna!

Rauði krossinn í Mosfellsbæ getur alltaf bætt við sig sjálfboðaliðum. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt: hulda@redcross.is eða í síma 898 6065.