• Benedikt-Sturla-Steingrimsson-og-Alvar-Audunn-Finnbogason-12.9.2016

Söfnuðu 2.222 krónum á tombólu

20. september 2016

Þeir Benedikt Sturla Steingrímsson og Alvar Auðunn Finnbogason komu færandi hendi í Rauða kross húsið í Mosfellsbæ og þökkum við þeim kærlega fyrir. Tombólubörn skipa mikilvægan sess í starfi Rauða krossins og sýna að ekkert aldurstakmark er á þörfinni að gefa af sér til þeirra sem búa við krappari kjör.


Framlög barna til Rauða krossins eru alltaf notuð til að aðstoða önnur börn víða um heim.