• Asta,-Jokull,-Gudrun,-Isold,-Arna_25.9.2017

Söfnuðu 28.298 krónum

25. september 2017

Ásta, Jökull Nói, Guðrún Margrét, Ísold Emma og Arna Sigurlaug sem eru í 4. til 7. bekk í Varmárskóla komu í dag færandi hendi til Rauða krossins í Mosfellsbæ. Þau höfðu safnað fé með tombólu, söfnun í heimahús og með því að safna dósum og var afraksturinn 28.298 krónur. Stuðningur tombólubarna er ákaflega mikils virði og fara peningar sem þannig safnast til að styrkja hjálparstarf fyrir fátæk börn. Rauði krossinn þakkar þessum framtakssömu ungu sjálfboðaliðum fyrir dugnaðinn.