• 22181209_10156097688129415_5503444672562761854_o

Spjallað og spurt á opnu húsi

2. október 2017

Það var notaleg stemning í Þverholtinu síðastliðinn sunnudag. Þar var boðið upp á súpu og brauð og spjall um verkefni Rauða krossins í Mosfellsbæ.

Hópstjórar, sjálfboðaliðar, stjórnarmeðlimir og fleiri létu sjá sig og var mikið spjallað og spurt. Nýir sjálfboðaliðar bættust í hópinn sem ætla að gerast heimsóknavinir og gönguvinir. Nú eru öll verkefni deildarinnar komin á fullt nema enskukennsla fyrir hælisleitendur en hún hefst næstkomandi fimmtudag. Það er pláss fyrir fleiri sjálfboðaliða í öll verkefni svo ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á að vera með.