Hugguleg stemmning á sjálfboðaliðagleðinni í Mosfellsbæ
Vilborg Bjarkadóttir og Atli Antonsson rithöfundar lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum við góðar undirtektir og Hafdís Huld söngkona og Alistair Wright gítarleikari spiluðu og sungu nokkur jólalög á jólagleðinni hér í Mosfellsbænum.Hátt í þrjátíu manns mættu og gæddu sér á léttum veitingum og svo var mikið spjallað og spekúlerað.
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og ekki síst fyrir ánægjulegt samstarf og samveru á árinu sem er að líða.