• Halla,-Didda,-Vigdis,-Jeannie,-Elisabet,-Sesselja-og-Asgerdur-fylgjast-med-Kotu

Vel heppnuð sjálfboðaliðakynning

5. október 2016

Sjálfboðaliðar og aðrir áhugasamir komu í Rauðakrosshúsið í Mosfellsbæ síðasta fimmtudagskvöld. Við horfðum á nýtt myndband um sjálfboðaliða og verkefnin þeirra, ræddum um verkefnin okkar í Mosfellsbæ, grundvallarhugsjónirnar og fordóma og gæddum okkur á veitingum.Vel heppnað kvöld og nýir sjálfboðaliðar bættust í hópinn.