• Mosfellsbaer

Rauði krossinn í Mosfellsbæ

Verkefnin okkar eru fjölbreytt og gefandi

  • Barnafataskiptimarkaður fyrir 12 ára og yngri

  • Föt sem framlag
  • Heimsóknavinir
  • Námsaðstoð
  • Námskeiðahald, eins og almenn skyndihjálp, sálrænn stuðningur og börn og umhverfi
  • Neyðaraðstoð

  • Stuðningur við flóttafólk og innflytjendur á svæðinu

  • Að auki taka sjálfboðaliðar deildarinnar þátt í sameiginlegum verkefnum á svæðisvísu, eins og sameiginlegum neyðarvörnum höfuðborgarsvæðisins, Hjálparsímanum 1717 og Fatasöfnun í Skútuvogi.

Viltu skipta?

Skiptimarkaður með barnaföt er opinn fyrsta laugardag hvers mánaðar frá 11:00-14:00 að Þverholti 7, Mosfellsbæ. Þann 3. nóvember og 6. apríl verður skiptifatamarkaðurinn á Kjalarnesi frá 12:00-15:00. 

Að auki tekur Föt sem framlag hópur deildarinnar vel á móti þeim sem koma á milli kl. 13 og 16 á miðvikudögum og markaðurinn er einnig opinn þegar verkefnastýra er í húsinu. 

Á skiptimarkaðinn er komið með föt sem börnin eru vaxin upp úr eða hætt að nota, og önnur fengin í staðinn.

Hvetjum foreldra til að koma með heilleg föt, útiföt og skó sem börnin ykkar eru vaxin upp úr og skipta yfir í aðrar stærðir eða öðruvísi föt og skó! 

 Ókeypis fyrir alla - láttu sjá þig hvort sem þú ert að gefa eða skipta!

Föt sem framlag

Ertu með eitthvað á prjónunum? Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mosfellsbæ prjóna, hekla og sauma föt fyrir hjálparstarf innanlands og erlendis.

Flestir hittast í húsi Rauða krossins Þverholti 7 á  miðvikudögum kl. 13-16 en aðrir prjóna eða sauma heima fyrir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.  Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt.

Útbúnir eru sérstakir ungbarnapakkar fyrir 0-12 mánaða sem sendir eru til barna og fjölskyldna í neyð í Hvíta Rússlandi.  Í hverjum pakka eru 2 peysur, 2 samfellur, húfa, teppi, handklæði, 2 sokkapör og buxur.

Einnig eru útbúnir staðlaðir pakkar fyrir 2-12 ára börn í Hvíta Rússlandi.  Þar eru veturnir langir og kaldir og mikil þörf á hlýjum og skjólgóðum klæðnaði.  Í þessum pökkum eru buxur, stuttermabolur, peysa, húfa, sokkar og vettlingar.

Alltaf er þörf á prjónuðum flíkum fyrir Rauða kross búðirnar eða markaði deildarinnar eins og sokkum, vettlingum, treflum, húfum og peysum og geta sjálfboðaliðar einnig tekið þátt í því.

Óskum eftir öllu afgangsgarni og prjónum sem fólk er tilbúið að gefa í þetta verkefni. Enginn garnspotti er svo lítill að ekki sé hægt að nýta hann!

Prjónar og garn eru á staðnum, en einnig er velkomið að taka með sér eigið prjónadót. Rjúkandi kaffi á könnunni og með því.

Námsaðstoð

Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 1-10. bekk á þriðjudögum klukkan 14:00-16:00 á bókasafni Mosfellsbæjar, í Lágafellsskóla og í Klébergsskóla á mánudögum frá klukkan 14:30-16:30. 
Öll börn eru velkomin en við viljum ekki síst benda foreldrum og kennurum barna með námsörðugleika og barna sem hafa íslensku sem annað tungumál að hér er upplagt tækifæri til þess að læra heima og fá aðstoð eftir þörfum.

Heimsóknavinir

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið t.d. spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og fleira.

Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja. 

Ekki  hika við að hafa samband ef þú vilt gerast heimsóknavinur eða vilt fá heimsókn!

Íslenskuþjálfun / Icelandic training

Do you want to learn the basics in Icelandic? We can help! On Saturdays from 11:00-13:00 in Klébergsskóli, Kjalarnes, starting on the 29th of September. 

Info center - Open house

In the program common questions and challenges of newcomers are tackled, such as how to find housing and employment in a new foreign country, where to find the right food and how to get to know people and gain friends. Participants will get a chance to raise questions about practical matters in Iceland and get answers. Open on the last Saturday each month from 13:00-14:00 in Klébergsskóli, Kjalarnes. 

Viltu gerast sjálfboðaliði?

Starf Rauða krossins er borið uppi af sjálfboðaliðum.  Við erum alltaf að leita að fleiri sjálfboðaliðum í öll okkar verkefni þessa stundina. Hefurðu lausa klukkustund á viku eða hálfsmánaðarlega? Hægt er að sækja um hér.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt! 

Skrifstofa Rauða krossins í Mosfellsbæ

Þverholt 7, 270 Mosfellsbær
Sími: 564 6035 eða 898 6065

Netfang: moso (hjá) redcross.is
Kennitala Rauða krossins í Mosfellsbæ er 551082-0329.

Skrifstofa Mosfellsbæjardeildar er opin sem hér segir:

Mánudaga og þriðjudaga frá kl. 9.00-13.00


Stjórn

Mosfellsbæjardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Hrönn Pétursdóttir Formaður formadur.moso (hjá) redcross.is 6902700
Sigrún Guðmundsdóttir Ritari sigrgu ( @ ) gmail ( . ) com 8238086
Elín Árnadóttir Gjaldkeri gjaldkeri.moso (hjá) redcross.is 8412118
Herdís Rós Kjartansdóttir Meðstjórnandi herdisrosk ( @ ) gmail ( . ) com 6948032
Kristín Vala Ragnarsdóttir Meðstjórnandi vala ( @ ) hi ( . ) is 894 9502