• Rauda-kross-mynd

Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi

Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi varð til 4. mars 2021 við samruna tveggja deilda, Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ annars vegar og Rauða krossins í Kópavogi hins vegar. 

Tilgangur starfsins er að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Deildin hefur skrifstofu og félagsaðstöðu í eigin húsnæði í Hamraborg 11, 2. hæð í Kópavogi og á Strandgötu 24 í Hafnarfirði.

Starfið byggir á sterkum mannauði og þótt oft sé framlag deildar til samfélagsins óáþreifanlegt í fjármunum talið er samfélagsauðurinn mikill og eykst með hverjum sjálfboðaliða í starfi.

Í byrjun ársins 2021 voru skráðir sjálfboðaliðar deildarinnar 552 talsins en sjálfboðaliðar halda uppi verkefnum deildarinnar með stuðningi starfsfólks. Sameiginlegt átak sjálfboðaliða og starfsfólks gerir deildina að því sem hún er. 

Starfsemi deildarinnar

Áhersluverkefni Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi eru verkefni sem vinna gegn félagslegri einangrun á fjölbreyttan máta. Deildin er leiðandi í þróun slíkra verkefna og sér um heimsóknavini á höfuðborgarsvæðinu, en á landsvísu hefur deildin umsjón með hundavinum og símavinum. Félagsvinir eftir afplánun miðar að því að aðstoða fyrrum fanga að fóta sig í samfélaginu og þétta félagsnet sitt eftir afplánun.

Vegna Covid-19 voru ýmis verkefni lögð til hliðar á árinu 2020 eða útfærð með öðru sniði. Námsaðstoð fyrir grunnskólabörn í bókasöfnum hefur legið niðri og hlé var gert á reglulegum samverum Föt sem framlag prjónahópsins þegar sóttvarnarreglur leyfðu ekki samverur en sjálfboðaliðar hafa unnið áfram heima og skilað afrakstrinum á Strandgötu og í Hamraborg. Í mörgum verkefnum hefur verið brugðið á það ráð að nota tæknina til þess að halda áfram að hittast.

Verkefnið Karlar í skúrum varð sjálfstæð eining árið 2021, en það er verkefni sem deildin hóf árið 2017 og markmiðið er að draga úr félagslegri einangrun karlmanna. Hér er hægt að fá meiri upplýsingar um það starf.

Rauði krossinn í Hafnarfirði,Garðabæ og Kópavogi varð til 4. mars 2021 við sameiningu deilda Rauða krossins í bæjarfélögunum þremur. Rauða kross starf á sér langa sögu í öllum þremur bæjarfélögunum. Deildirnar hafa unnið í fjölda ára að verkefnum í þágu Rauða krossins. Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður árið 1941, Rauði krossinn í Kópavogi 1958, og Rauði krossinn í Garðabæ árið 1963.Árið 2015 sameinuðu deildirnar í Garðabæ og Hafnarfirði kraftaar sína og 2021 sameinuðust deildin í Hafnarfirði og Garðabæ og Kópavogsdeild. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og tekið mið af þörfinni á hverjum tíma. Meðal verkefna sem deildin setti á fót er fataverkefnið sem nær núna um allt land, félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, Karlar í Skúrum og athvörfin Lækur í Hafnarfirði og Dvöl í Kópavogi auk fjölda smærri skammtímaverkefna.

Fréttir úr starfi Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi má finna hér fyrir neðan. Eldri fréttir frá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ má finna hér og frá Rauða krossinum í Kópavogi hér. Fyrir nánari upplýsingar um starf Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi sendið póst á [email protected]

Ársskýrslur

Stjórn Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi

Hlutverk Nafn Netfang
Formaður Karólína Stefánsdóttir formadur.hgk(hja)
redcross.is
Varaformaður/ritari Íris Hvanndal Skaftadóttir  
Gjaldkeri Jóhanna Jóhannsdóttir gjaldkeri.hgk(hja)
redcross.is
Meðstjórnandi/gjaldkeri Hörður Bragason [email protected]
Meðstjórnandi Telma Hlín Helgadóttir  
Varamaður Björg Sveinsdóttir  
Varamaður Guðbjörg Sveinsdóttir  
Varamaður Guðfinna Guðmundsdóttir