Prjóna- og handavinnuhópar

Handavinnuhópar

(english below)

Hjá höfuðborgardeildinni starfa nú þrír hópar við ýmis handavinnu

Ath: Vegna COVID-19 hafa fundir hópanna raskast.

Note: Because of COVID-19 has affected the below dates.

Prjónahópur Kvennadeildar í Reykjavík

Prjónahópur Kvennadeildarinnar hittist á hverjum fimmtudegi yfir vetrarmánuðina. Hist er í Efstaleiti 9 á milli kl. 13 og kl. 15 á fimmtudögum, og munu fundir hefjast aftur í byrjun september ef aðstæður leyfa. Auk þeirra sem hittast í Efstaleiti eru konur í hópnum sem vinna heima hjá sér. Allir eru velkomnir í hópinn.

Mesti hluti handverksins er seldur á jólabasar Kvennadeildarinnar, sem haldinn er í nóvember á hverju ári. Auk þess er hægt að kaupa vörurnar í Sölubúðum Kvennadeildar á Landspítalnum í Fossvogi og á Landspítalanum við Hringbraut.

Föt sem framlag Mosfellsbæ

Ertu með eitthvað á prjónunum? Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mosfellsbæ prjóna, hekla og sauma föt fyrir nærsamfélagið.

Hist er í húsi Rauða krossins í Mosfellsbæ að Þverholti 7, á miðvikudögum kl. 13-16 þó sumir kjósa að prjóna eða sauma heima fyrir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt.

Fötin fara þar sem þörfin er mest í nærsamfélaginu. Alltaf er þörf á prjónuðum flíkum fyrir Rauða kross búðirnar eða markaði deildarinnar eins og sokkum, vettlingum, treflum, húfum og peysum og geta sjálfboðaliðar einnig tekið þátt í því.

Óskum eftir öllu afgangsgarni og prjónum sem fólk er tilbúið að gefa í þetta verkefni. Enginn garnspotti er svo lítill að ekki sé hægt að nýta hann!

Prjónar og garn eru á staðnum, en einnig er velkomið að taka með sér eigið prjónadót. Rjúkandi kaffi á könnunni og bakkelsi úr Mosfellsbakarí. Hlökkum til að sjá þig!

Craft Around the World

We are a craft group with various projects. Come and show us a new craft, or help with our projects, or just see what we do.

We are busy knitting/crocheting hats and scarves, mitts/gloves and socks for our welcome packs for refugees arriving this year. Any donations much appreciated.

Come and join us, have a chat or some company, then see us on Mondays 10.00am till midday at Efstalelti 9, Reykjavik 103.

You could just come for coffee/tea, have a chat or get involved. We always have cake, so come and join us, we would love to see you!