• barnafata skiptimarkaður

Viltu skipta?

Skiptimarkaður með barnaföt er opinn alla miðvikudaga frá klukkan 16-18 að Þverholti 7, Mosfellsbæ.

Að auki tekur Föt sem framlag hópur deildarinnar vel á móti þeim sem koma á milli kl. 13 og 16 á miðvikudögum og markaðurinn er einnig opinn þegar verkefnastýra er í húsinu.

Á skiptimarkaðinn er komið með föt sem börnin eru vaxin upp úr eða hætt að nota, og önnur fengin í staðinn.

Hvetjum foreldra til að koma með heilleg föt, útiföt og skó sem börnin ykkar eru vaxin upp úr og skipta yfir í aðrar stærðir eða öðruvísi föt og skó!

Ókeypis fyrir alla - láttu sjá þig hvort sem þú ert að gefa eða skipta!