Rauði krossinn í Reykjavík
JAÐARSETTIR HÓPAR - Rauði krossinn í Reykjavík aðstoðar fólk sem er jaðarsett í samfélaginu af ýmsum ástæðum, svo sem vegna fíknar, heimilisleysis eða geðröskunar. Aðstoðin er í því formi sem hentar þörfinni og er á færi deildarinnar að veita. Heilbrigðisaðstoð hefur að leiðarljósi hugmyndafræði skaðaminnkunar.
FÓLK SEM BÝR VIÐ ÞRENGINGAR - Rauði krossinn í Reykjavík veitir efnislega og félagslega aðstoð eftir megni í þeim tilgangi að létta undir með fólki sem býr við kröpp kjör, verður fyrir áföllum eða er einangrað. Starfið hefur það að markmiði að hjálpa til sjálfshjálpar.
INNFLYTJENDUR OG FLÓTTAFÓLK - Rauði krossinn í Reykjavík vinnur að árangursríkri aðlögun innflytjenda í íslensku samfélagi og gegn mismunun á grundvelli uppruna eða trúar. Deildin leggur sérstaka áherslu á aðstoð við flóttafólk og börn af erlendum uppruna. Hafa skal í huga fjölbreyttan uppruna þeirra sem nýta sér aðstoð deildarinnar við almenna upplýsingamiðlun hennar.
Deildin
Rauði krossinn í Reykjavík var stofnaður 27. apríl, 1950 og er stærsta deild Rauða krossins á Íslandi, með um átta þúsund félaga, eða um 40 prósent af heildinni. Allir félagar sem hafa greitt árgjaldið fyrir lok undangengins árs hafa atkvæðarétt og kjörgengi á aðalfundi, sem er að jafnaði haldinn í mars á hverju ári. Rúmlega 20 starfsmenn og 750 sjálfboðaliðar sinna verkefnum deildarinnar.
Ársskýrslur
Rauði krossinn í Reykjavík leggur metnað í það að kynna allt starf deildarinnar svo félagar, sjálfboðaliðar og velunnarar geti fylgst vel með sem fram fer ár hvert.
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Opið frá kl. 8:30 til 16:00 alla virka daga nema föstudaga 8:30-15:00.
Sími: 570 4000
Netfang: reykjavik (hjá) redcross.is
Kennitala Rauða krossins í Reykjavík er 530269-1839.
Reikningsnúmer: 0301-26-000350