• Kvennadeildin-2

Kvennadeild

Rauði krossinn í Reykjavík

Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands var stofnuð árið 1966 af stórhuga konum og er það grunnurinn að starfi deildarinnar í dag. Frú Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir átti hugmyndina að stofnuninni en hún hafði kynnst sjálfboðastörfum kvenna í Rauða kross starfi í Bandaríkjunum og víðar. Hún sá þörf fyrir slíka starfsemi hérlendis.

Frá upphafi hefur megin markmið deildarinnar verið að bæta líðan aldraðra. Þrátt fyrir miklar breytingar í þjóðfélaginu virðist þörfin fyrir sjálfboðið starf enn mikil.

Félagar í Kvennadeildinni eru um 700 en starfandi sjálfboðaliðar um það bil 250. Hver þeirra vinnur 3-4 klukkustundir vikulega eða hálfsmánaðarlega í þágu Rauða krossins.

Fjáröflun Kvennadeildarinnar hefur byggst á rekstri sölubúða í sjúkrahúsum borgarinnar, föndurs, kökubasara og sölu minningarkorta. 

 

 

SPÍTALARNIR

 

Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík hefur rekið verslun á Landspítalanum við Hringbraut síðan 1976 og á Borgarspítala Fossvogi síðan 1980. Sjálfboðaliðar sjá um almenna afgreiðslu í verslununum. Flestir sjálfboðaliðar taka vaktir aðra hvora viku, eða eftir samkomulagi. Á virkum dögum eru morgunvaktir frá 10-13, dagvaktir 13-16 og eftirmiðdagsvaktir  16-18. Helgarvaktir eru á milli 14-16. Í boði er skemmtileg vinna í líflegu umhverfi til stuðnings sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki. Öllum ágóða af rekstrinum er varið til kaupa á lífsnauðsynlegum tækjum til spítalanna. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af afgreiðslustörfum.

Skrifstofustjóri Kvennadeildar er Auður Þorgeirsdóttir og er hún við virka daga frá kl. 9-14 í síma 545 0405 eða á netfanginu audur@redcross.is.

 

Starfsmenn í verslunum sjúkrahúsanna eru Sigríur Hanna Kristinsdóttir  sigridurh@redcross.is í Fossvogi og Þóra Kristinsdóttir  thorak@redcross.is á Hringbraut.

 

Stjórn Kvennadeildar

 Titill Nafn
Formaður Ingibjörg Júlíusdóttir
Varaformaður  Guðrún Hansdóttir 
Gjaldkeri Kristín Einarsdóttir
Ritari Vala Rós Ingvarsdóttir
Meðstjórnandi  Gunnhildur Jónsdóttir 
Meðstjórnandi  Halldóra Ásgeirsdóttir 
Meðstjórnandi  Laufey Kristjónsdóttir
VaramaðurSigrún Jónsdóttir
Varamaður  Eygló Dóra Garðarsdóttir
Varamaður Elínborg Einarsdóttir