• B0f344_PP_Geirix_20151023_15_45_19_00019_HQ_AdobeRGB

Sjálfboða­miðstöð

Sjálfboðaliðinn er grunneining Rauða kross starfsins og stærsta auðlind félagsins.

Sjálfboðaliði sinnir starfinu svo lengi sem áhugi og hvati er til staðar. Í þeim tilgangi að auka getu og styrk Rauða kross hreyfingarinnar á Íslandi til að sinna fjölbreyttu mannúðarstarfi, þarf að hlúa vel að öllum þáttum sem snerta líftíma sjálfboðaliðans allt frá því að sjálfboðaliði skráir sig til þátttöku og þar til farsælu starfi hans líkur hjá hreyfingunni.

Hlutverk Sjálfboðamiðstöðvar er að veita upplýsingar um möguleika á sjálfboðastarfi, taka á móti nýjum sjálfboðaliðum og koma á tengslum við verkefnisstjóra og vinna að þróun nýrra verkefna með sjálfboðaliðum í samhljómi við grundvallarmarkmið og leiðarljós Rauða krossins.

Hlutverk sjálfboðamiðstöðvar er meðal annars að veita upplýsingar um þau verkefni sem sjálfboðaliðar koma að hjá Rauða krossinum. Um margvísleg verkefni getur verið að ræða og ræðst val bæði af áhuga og tíma einstaklingsins og því hvaða kröfur verkefni gerir til sjálfboðaliðans. Oftast er um föst verkefni að ræða sem sinnt er 6-12 tíma á mánuði árið um kring, ýmist vikulega eða hálfsmánaðarlega.  Möguleiki er einnig á nokkurra tíma þátttöku í einstöku átaksverkefnum.

Ef þú vilt vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, þá smelltu hér .