Ungmennastarf

Rauði krossinn í Reykjavík rekur fjölbreytt ungmennastarf sem þjónar mismunandi hópum. Á þessari síðu má sjá yfirlit yfir helstu verkefnin sem eru í gangi, en einnig má ganga í Facebook hópinn okkar til að fá nýjustu fréttir af því sem er á döfinni. 

Einnig er hægt að hafa samband við verkefnastjóra hér: thorsteinn@redcross.is. 

Mánudagsklúbbur

Ertu á aldrinum 16-20 ára? Ertu tilbúin til að stíga út fyrir þægindarammann, eignast nýja vini, prufa eitthvað nýtt og hafa gaman?

Endilega vertu með okkur í Mánudagsklúbbnum, öruggur og líflegur klúbbur sem hittist aðra hverja viku og gerir eitthvað skemmtilegt saman. 

Við bjóðum alla velkomna óháð kyni, kynvitund, þjóðerni, tungumáli o.s.frv. 

Fylgist með á Facebook síðu Rauða krossins þar sem næstu viðburðir eru kynntir.  Einnig má hafa samband við Jess á netfangið jess@redcross.is eða í síma 768-7444.

Studd í spuna

Roleplay hópar Rauða krossins

Viltu spila spunaspil en ert ekki með hóp? Studd í spuna er verkefni þar sem markmiðið er að hittast, hafa gaman og að spila spunaspil (roleplay) á borð við Dungeons & Dragons.

Verkefnið er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-30 ára, ekki þarf að skrá sig, það eru allir velkomnir og enga reynslu þarf til að taka þátt. Verkefnið fer fram öll miðvikudagskvöld kl. 19.00 í Rauða krossinum (Efstaleiti 9). Hægt er aðfylgjast með verkefninu á Discord. Fyrirspurnum má beina til Þorsteins, thorsteinn@redcross.is

Sjáumst!