• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn við Eyjafjörð

Kennitala 620780-3169

 

Rauði krossinn við Eyjafjörð var stofnaður 22. maí 2013 þegar Akureyrar-, Dalvíkur-, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðardeildirnar sameinuðust og var Sigurður Ólafsson kjörinn fyrsti formaður nýrrar deildar. Núverandi starfssvæði deildarinnar nær yfir Eyjafjarðarsýslu, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp.

Aðsetur Rauða krossins við Eyjafjörð er Viðjulundur 2 á Akureyri en deildin hefur einnig aðstöðu í Klemmunni við Hafnarbraut á Dalvík og Strandgötu 23 á Ólafsfirði. Hús Rauða krossins á Akureyri er opið alla virka daga frá kl. 9:00 – 16:00 en opnunartími er auglýstur sérstaklega á öðrum starfssvæðum deildarinnar.

 Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og eru fjöldahjálparstöðvar um allt svæðið:

Grenivík: Grenivíkurskóli,
Akureyri: Íþróttahöllin v/Skólastíg og Lundarskóli v/Dalsbraut,
Dalvík: Dalvíkurskóli v/Mímisveg,
Ólafsfjörður: Menntaskólinn Tröllaskaga v/Ægisgötu,
Siglufjörður: Grunnskóli Fjallabyggðar v/Norðurgötu og Heilbrigðisstofnun Norðurlands Hvanneyrarbraut 3.

 Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega og auglýst. Einnig geta fyrirtæki haft samband við deildina ef áhugi er fyrir að kaupa námskeið.

 Heimsóknarvinir fá þjálfun og heimsækja gestgjafa eftir þörfum.

 "Föt sem framlag" er verkefni sem styður alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar útbúa barnapakka sem sendir eru til Hvíta-Rússlands.

 Tekið er á móti notuðum fötum um allt svæðið. Móttaka er á:

Akureyri: Við hús deildarinnar að Viðjulundi 2,
Dalvík: Endurvinnslustöð Dalvíkurbyggðar við Sandskeið,  
Ólafsfirði:
Við hús deildarinnar á Strandgötu 23.
Siglufirði
: Við Olís-stöðina við Tjarnargötu 6. 

 Sjálfboðaliðar á Eyjafjarðarsvæðinu taka vaktir í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og í Laut sem er athvarf fyrir fólk sem glímir við geðraskanir.

 Hægt er að fá fataaðstoð og einnig tekur Rauði krossinn við Eyjafjörð þátt í jólaaðstoð í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn.

 

Skrifstofa Rauða krossins við Eyjafjörð 
Viðjulundur 2, 600 Akureyri
Opið frá kl. 09:00 til 16:00 alla virka daga
Sími: 461 2374
Netfang:  akureyri (hjá) redcross.is / ingibjorgh@redcross.is

Deildarstjóri: Ingibjörg Halldórsdóttir

 

 


Stjórn

Eyjafjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Gunnar Frímannsson Formaður formadur.eyjafordur (hjá) redcross.is 6944123
Aðalheiður Sigurjónsdóttir Varaformaður alla-sig ( @ ) simnet ( . ) is 8605485
Anna Rósa Magnúsdóttir Ritari annarosamagnusd ( @ ) gmail ( . ) com 8925506
Jónas Þór Karlsson Gjaldkeri gjaldkeri.eyjafjordur (hjá) redcross.is 8684149
Jón Baldvin Hannesson Meðstjórnandi jonbaldvin ( @ ) akureyri ( . ) is 6611016
Karen Malmquist Meðstjórnandi karen ( @ ) vma ( . ) is 6925546
Ólafur Sigurðsson Meðstjórnandi os ( @ ) srv ( . ) is 8612268
Sólborg Friðbjörnsdóttir Meðstjórnandi sol ( @ ) mi ( . ) is 8981438
Þórhallur Másson Meðstjórnandi valbergehf ( @ ) gmail ( . ) com 8610002
Berglind Júlíusdóttir Varamaður begga_linda5 ( @ ) hotmail ( . ) com 6592879
Fjóla Valborg Stefánsdóttir Varamaður grenilundur ( @ ) grenivik ( . ) is 8638414
Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir Varamaður ingibjorg17 ( @ ) gmail ( . ) com 8454680