• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn við Eyjafjörð

Kennitala 620780-3169

 

Rauði krossinn við Eyjafjörð var stofnaður 22. maí 2013 þegar Akureyrar-, Dalvíkur-, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðardeildirnar sameinuðust og var Sigurður Ólafsson kjörinn fyrsti formaður nýrrar deildar. Núverandi starfssvæði deildarinnar nær yfir Eyjafjarðarsýslu, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp.

Aðsetur Rauða krossins við Eyjafjörð er Viðjulundur 2 á Akureyri en deildin hefur einnig aðstöðu í Klemmunni við Hafnarbraut á Dalvík, Strandgötu 23 á Ólafsfirði og fær afnot að húsnæði Slysavarnarfélagsins á Siglufirði. Hús Rauða krossins á Akureyri er opið alla virka daga frá kl. 9:00 – 16:00 en opnunartími er auglýstur sérstaklega á öðrum starfssvæðum deildarinnar.

 Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og eru fjöldahjálparstöðvar um allt svæðið:

Grenivík: Grenivíkurskóli,
Akureyri: Íþróttahöllin v/Skólastíg og Lundarskóli v/Dalsbraut,
Dalvík: Dalvíkurskóli v/Mímisveg,
Ólafsfjörður: Menntaskólinn Tröllaskaga v/Ægisgötu,
Siglufjörður: Grunnskóli Fjallabyggðar v/Norðurgötu og Heilbrigðisstofnun Norðurlands Hvanneyrarbraut 3.

Viðbragðshópur sinnir sálrænum stuðningi þegar náttúruhamfarir eða stærri slys eiga sér stað. 

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega og auglýst. Fyrirtæki geta haft samband við deildina ef áhugi er fyrir að kaupa námskeið.

 Heimsóknarvinir fá þjálfun og heimsækja gestgjafa á Akureyri og Siglufirði.

Sjálfboðaliðar á Eyjafjarðarsvæðinu taka vaktir í Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Opið hús fyrir fólk af erlendum uppruna er einu sinni í viku, á miðvikudögum frá 14.00-15.30. Þar fá einstaklingar ráðgjöf um praktísk málefni.

Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda. 

Verkefnið Tölum saman er starfrækt á svæðinu. Þar fær fólk með annað móðurmál aðstoð við að læra íslensku. 

 Tekið er á móti notuðum fötum um allt svæðið. Móttaka er á:

Akureyri: Við hús deildarinnar að Viðjulundi 2,
Dalvík: Endurvinnslustöð Dalvíkurbyggðar við Sandskeið,
Ólafsfirði:
Við hús deildarinnar á Strandgötu 23.
Siglufirði
: Við Olís-stöðina við Tjarnargötu 6. 

Hægt er að fá fataaðstoð og einnig tekur Rauði krossinn við Eyjafjörð þátt í jólaaðstoð í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn.

Stjórn


 HlutverkNafnNetfang
 FormaðurGunnar Frímannsson formadur.eyjafjardardeild (hjá) redcross.is
Varaformaður Karen Malmquist 
RitariJón Baldvin Hannesson 
GjaldkeriBerglind Júlíusdóttir gjaldkeri.eyjafjardardeild (hjá) redcross.is
MeðstjórnandiAðalheiður Sigurjónsdóttir 
MeðstjórnandiGísli Kort Kristófersson
 
MeðstjórnandiHilmar Friðjónsson 
MeðstjórnandiKonráð Karl Baldvinsson 
Meðstjórnandi Sigríður Stefánsdóttir 
VaramaðurFjóla Valborg Stefánsdóttir
 
VaramaðurKári Fannar Lárusson 
Varamaður Kristín Björk Gunnarsdóttir 
VaramaðurSólborg Friðbjörnsdóttir Skrifstofa Rauða krossins við Eyjafjörð 
Viðjulundur 2, 600 Akureyri
Opið frá kl. 09:00 til 16:00 alla virka daga
Sími: 570 4270 
Netfang:  akureyri (hjá) redcross.is / [email protected]

Deildarstjóri: Ingibjörg Halldórsdóttir