Ársskýrsla 2003

31.12.2003

AKUREYRARDEILD RKÍ

ÁRSSKÝRSLA 2003

Lögð fram á aðalfundi 28. apríl 2004

 

 

Meginverkefni Akureyrardeildar RKÍ voru á árinu 2003 með svipuðum hætti og verið hafa undanfarin ár. Sjúkraflutningar, fatasöfnun, fjárstuðningur, útlán sjúkrarúma og námskeiðahald voru helstu reglulegu verkefnin í daglegri umsjón Hafsteins Jakobssonar starfsmanns deildarinnar. Skráðir félagar 31. desember 2003 voru  611

 

Aðalfundur deildarinnar var haldinn 15. maí 2003 og voru þá kjörin í stjórn Sigurður Ólafsson, formaður, og meðstjórnendur þau Sigríður M. Jóhannsdóttir, Jón Knutsen, María Pétursdóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Valdís Gunnlaugsdóttir, Páll Sverrisson, Guðfinna Hallgrímsdóttir og Gunnar Frímannsson. Til vara voru kjörin Jón Kr. Sólnes, Lára Ellingsen, og Gísli Kr. Lórenzson. Endurskoðendur voru kjörnir þau Ragnar Jónsson, löggiltur endurskoðandi, og Kristín Sigfúsdóttir.

Stjórnin skipti með sér verkum þar sem Valdís Gunnlaugsdóttir var kjörin varaformaður, Gunnar Frímannsson ritari og Jón Knutsen gjaldkeri.

 

Haldnir voru 19 formlegir fundir í stjórn og framkvæmdaráði á árinu auk þess sem stjórn eða fulltrúar stjórnar funduðu með ýmsum hópum  vegna mismunandi verkefna, m.a. vegna vinnu við staðbundna könnun á svæði deildarinnar.

 

Aðalfundur RKÍ var haldinn  í Kópavogi  23. og 24. maí. Fundinn sóttu 5 kjörnir fulltrúar deildarinnar ásamt framkvæmdastjóra.

 

Deildin átti ekki fulltrúa í svæðisráði en starfsmaður deildarinnar sat nokkra fundi auk þess sem einhverjir  fundir voru haldnir í húsnæði deildarinnar. Svæðisfundur deilda á Norðurlandi var haldinn á Sauðárkróki 12. október.

 

Formannafundur deilda RKÍ var haldinn í Reykjavík. Fundinn sótti formaður  deildarinnar ásamt starfsmanni.                                                                                                  

 

Námskeiðahald var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Þó var nokkur aukning í námskeiðum í skyndihjálp fyrir hópa og fyrirtæki sem deildin hélt eða kom að. Þá var haldið námskeið fyrir sjálfboðaliða í sálrænni skyndihjálp auk þess sem barnfóstrunámskeiðin voru á sínum stað.

 

Sjúkrarúm deildarinnar voru meira og minna í útláni síðasta ár. Rúmin eru nú í umsjá deildarinnar fyrir utan eitt sem er í umsjá Heimahlynningar.

 

Neyðarvarnaskipulag deildarinnar var að venju yfirfarið á haustdögum  og hefur reyndar síðan verið unnið að því að endurskipuleggja það. Þeirri vinnu er nú því sem næst lokið.

 

Starfsemin í Laut, athvarfi fyrir geðfatlaða, hefur gengið vel. Á árinu var endurnýjaður samningur við samstarfsaðilana og hefur því reksturinn verið tryggður til ársins 2006. Þar starfa þrír starfsmenn auk þess sem starfsemin hefur notið stuðnings fólks frá alþjóðlegum ungmennaskiptum og sjálfboðaliðahóps sem séð hefur um helgaropnun athvarfsins.

 

Nokkuð hefur verið um að hópar hafi leitað eftir fræðslu um Rauða krossinn og hefur því verið sinnt eftir bestu getu. 

 

Fatnaður heldur áfram að berast deildinni og virðist aukningin vera þó nokkur með hverju árinu. 

 

Sem fyrr styrkti deildin ýmis verkefni með fjárframlögum. Á erlendum vettvangi var það vegna beiðna frá hjálparsjóði RKÍ en innanlands m.a. Mæðrastyrksnefnd. Einnig fengu ýmis félagasamtök smærri styrki. Þá styrkti deildin sumarbúðir að Löngumýri ásamt öðrum deildum á Norðurlandi.

 

Rekstur sjúkraíbúðar að Þingvallastræti 20 á Akureyri hefur gengið í samræmi við væntingar.  Gistidagar ársins voru 217.

 

Móttaka 24 flóttamanna.???